.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Monday, January 30, 2006

eina krónu fyrir mér, 1.2 og 3

Nordheim heilsar að hermannasið, enda Bush búinn að ákveða að senda dagmömmur í Eden þar sem bíður þeirra ís, svo lengi sem þær dreifa áróðursbæklingum til nýnema. Allur er varinn góður.
Héðan úr villta vestrinu er um fátt eitt annað rætt en síðustu heimaverkefnin í skólanum, en þau komust næst því að vera jafn svæfandi og Halldór Ásgrímsson á rímnakvöldi þeirra húnvettlinga. En nú hefur þessum verkefnum verið skilað, og okkar hlutur í minnkun regnskóganna sjaldan verið meiri. Í mótmælaskyni við verkefnin, heftuðum við nokkrar ræmur af klóssettpappír aftan við verkefnin.

En það eru læti framundan, en okkar menn eru komnir í úrslit í meistaramótinu í keilu. Seattle Seahawks, sem hingað til hafa aðeins verið þekktir fyrir einstakan og snyrtilegan klæðaburð, eru loks búnir að leggja frá sér saumadótið, og munu etja kappi við þjófana í Pittsburg n.k. Sunnudag.

Þar sem engin blöð ná upp til okkar hérna á Nordheim, né sjónvarpsfréttir, þá getum við lítið tjáð okkur að öðru leiti um atburði líðandi stundar, nema það kannski að strætó kom á réttum tíma í morgun, miðað við þann tíma sem við höfum gefið okkur.

Það er annars kominn tími til að starta getraunaleik Nordheim, og að þessu sinni er spurt um persónu. Einfaldlega hver er maðurinn, hmmm á myndinni?.

Nú er ekkert annað betra en að vinda ofan af svarinu, en það má gera með þrennum hætti... með fyrra nafni, með seinna nafni, eða gæludýri.

Saturday, January 28, 2006

BUBBI BYGGIR

Nám í uppnámi

Námsaugu íbúa nordheim fengu óvænta byltu nýliðinn Miðvikudag, en kvenlegt innsæi og afvegaleidd tímaáætlun skilaði okkur á tónleika með þeim Will Champion og félögum í Coldplay. Kominn tími til að haga sér eins og Homo Sapiens, rétta úr bakinu og hætta að þefa uppi eigin skítalykt, ánægjunnar vegna.

Þrátt fyrir mikla og stöðuga fléttiþörf, voru íbúar nordheim sáttir við að detta úr bókaþönkum, eða "Snap out of it". Íbúðin var heldur betur farinn að láta á sjá eftir lítið en óæskilegt loftflæði, og ekki lengur notuð ruslafata, heldur hefur verið girt af ruslasvæði, þar sem hlutum og úrgöngum er kastað inn fyrir. Við þurftum sem sagt að komast út. Er ekki frá því að veggirnir hafi tekið lit meðan við vorum frá. Svei mér þá.

Téðir tónleikar voru hin mesta skemmtun, en að venju var byrjað á að heimsækja T.S. Mchughes, og að sjálfsögðu var bílnum lagt á sama stað og áður. Allt eftir settum og reglum og öllu því.


Upphitun á T.S. McHuges nauðsynlegt að setja sig í stellingar


Bateman með ótrúlega nákvæmt auga fyrir linsunni


Tom frá Texas. Hógvær jafnt á myndum sem í máli.

Einhver breskur sérvitringur hefur tjáð þeim Coldplay liðum að seahawks væru komnir í úrslit í súperbolta, en þeir nýttu sér það óspart til að hvetja konur og skrækraddaða karl-ó-menni til að þenja pípurnar í tíma og já, ótíma. það kom þó ekki að sök að þessu sinni og prógrammið rann vel í gegn, og fór jafnvel batnandi með hverju laginu.


Sigurrós ómaði um salinn meðan fjöldinn kom sér fyrir

Þeir ákváðu að tileinka Johnny nokkrum Cash nokkrar dýrmætar mínútur, og tóku þá meðal annars lagið Ring of Fire.



Fleiri lög verða sett inn, með tíð og tíma. Annars líður hinn almenni dagur afskaplega hratt hér fyrir vestan og lítill tími fyrir fíflaskap. Þó er fíflið í manni aldrei langt undan, og aldrei að vita nema íbúar Nordheim geri sig seka um vítavert kæruleysi á komandi misserum.

Þangað til megið þið að sjálfsögðu láta fara vel um ykkur, og nota tóndæmin hérna sem vind í seglin.

Wednesday, January 18, 2006

Blindur á skíðum, blindur af ást.

Bateman hefur ákveðið að reyna að ná lágmarkinu fyrir vetrarólympíuleikana sem haldnir verða í Kanada á næstu mánuðum, þvílík var áfergjan hér í vikunni sem leið.

En eftir að hafa sofið með okley skíðagleraugun, skíðahanskana, og í undirfötum frá 66 gráður norður, samfellt í þrjár heilar nætur hérna á nordheim, svona til að tilkeyra græjurnar, þá setti hann loksins á sig skíðin, árla morguns og renndi sér, á undan sólinni, niður stigann, út í bíl, og 5 tímum seinna var hann farinn að renna sér niður hlíðar fjallsins Whistler, en nota bene, þar verða téðir leikar haldnir.


Bateman, eða Tarzan skíðafrumskógarins

Bateman réðst ekki á fjallið þar sem það er lægst, heldur skundaði upp á topp, og lét vaða. Hann náði víst það mikilli ferð á ný vaxi bornu skíðunum, að för hans endaði í fangi landamæravarða Kanada. En hann komst þó undan æstum vörðunum, og hélt áfram að renna sér, og hann renndi sér og hann renndi sér. 4 dagar liðu án matar, og seint á Mánudag var rafmagnið tekið af fjallinu, og bateman settur í böndum aftan á snjótraktor og skilað yfir landamærin. Bateman skilaði sér heim í hlýjuna á Nordheim seint það sama kvöld.

Eitthvað hefur dvölin á traktornum farið illa með ljósið sem lýsti svo bjart á skíðaferil hans, en hann var ekki fyrr sestur að snæðingi, sem beið hans heitur, en hann skundaði snögg en óvænt inn í herbergið sitt og eftir mikil átök kom hann sigurreifur og ákveðinn í fasi fram með plaggat af herman meier, skíðakappa, sundurrifið og fann því stað neðst í dimmri ruslafötunni......

Í dag gengur lífið sinn vanagang á Nordheim, þökk sé guði, eftir þessa miklu uppákomu, og íbúarnir aftur farnir að elda grátt silfur við prófessora og þeirra dægurverk.

Orð dagsins:
Láttu það eftir þér. Þú átt það svo sannarlega skilið.

Sunday, January 15, 2006

Toca La Guitarra

Þegar ég var 14 ára gamall fékk ég gítar í jólagjöf frá foreldrum mínum... Þetta var klassískur gítar, ja svona eins og þessi þrjú ess gefa fyrirheit um. Á þessum árum vorum við félagarnir að fá og missa áhuga á öllum hlutum mögulegum og ómögulegum.

Það vildi bara þannig til með gítaráhugann, að hann fékk ég rétt fyrir jól. Ég sat því uppi með frekjuna og gítarinn á nýju ári, en áhuginn fór í jólaköttinn.

Það var svo góður vinur og áhugamaður mikill um gítarleik sem fékk að hafa afnot af gítarnum. Einhverjir fleiri komu að þessum gítar þegar fram í liðu stundir, en þennan gítar sá ég alla vega ekki framar.

Mórallinn er sem sagt sá að ég keypti mér gítar um daginn, og í þetta skiptið var ekki keyptur neinn klassískur gítar, sem dró úr mér máttinn síðast, heldur var keyptur svona "cool" gítar núna. Þurfti að kaupa gítar sem líkist að einhverju leiti þeim sem tilheyrir dagdraumum mínum. Ég sé því loksins fyrir endann á biðinni eftir að verða frægur og dáður.
Mikið var.
Fyrsti gítartíminn er á Miðvikudaginn. Vona bara að það liggji eitthvað meira að baki þessum útleik mínum, en bara það að ég sé fastur í vef æskudrauma...hehe...



kannski best að snappa út úr þessu og reyna að klára heimadæmin, áður en maður missir allt niður um sig.

Sunday, January 08, 2006

Höfum þetta einfalt í ár

Nordheim óskar fólki nægjusemi á nýju ári, og sanna skál fyrir árinu sem leið svo vel.

Árið 2005 er nú loks komið í kassa og á leið upp á háaloft. Aldrei þessu vant er skrifað á þennan kassa GEYMA, en ekki GLEYMA, eins og hefur verið tíðin hér áður fyrr.

Ætli árið verði ekki bara kallað þakklætisárið mikla, svei mér þá.

Á árinu 2005 las ég bók, sAnnArlega góð bók.

Eftirminnilegasta setning ársins: það er til lausn...., sem kemur sér vel, þar sem ég er að læra talsvert í ólinulegum fræðum, og þar er enga lausn að finna... nema mjög flóknar nálganir gerðar af mannavöldum, hverjum öðrum. Enda er nú flest það flókna manninum að kenna, en það er nú ekki okkur að kenna, skiluru? Við erum bara ófullkomin og glöð....gaman gaman..og svo snúum við okkur í hring...

Annars var verið að velja mann ársins út um allar trissur, og mis lappastórir sauðir verið kynntir til sögunnar. Alltaf jafn gaman að lesa um mann ársins í blöðunum, og vera að lesa um hann í fyrsta skipti þar. En samt nokkuð góð dreifing á þessu, bara á Íslandi voru örugglega valdir yfir 100 menn ársins.


Jesú er töffari ársins 2005.