.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Wednesday, August 23, 2006

Láta sig vaða

Jæja þá er komið að því. Ferðalagið mikla framundan.
Fyrst Minneapolis, þar sem þrifin verða upp óhreinindi síðustu ára. Þegar ég hef lokið við teppalagningu, þá kemur óli á sandölunum. Ég mun þó hafa hoover ryksuguna við hendina til að fjarlæga sandinn frá Hawaii ferðinni hans og Charlotte...

Síðan komum við Óli heim að morgni þann 5. September. Við höfum komist
til sátta með það að hafa móttökur mildar að þessu sinni, þar sem viðbúnaður
er mikill á Keflavíkurflugvelli þessa dagana. ÓTRÚLEGT að þeir séu búnir að banna kúlusúkk.... Ekki laust við að maður taki þessu persónulega.

Við endum síðan með að þiggja boð til New York þann 21. sept.

Já, ævintýrin gerast enn, og það er gaman að vera þáttakandi, og það að þessu sinni í rauntíma.

Smellti mér í smá rafting um daginn, og þá var þessi klausa ekki of oft kveðin.


Klappstýrurnar fylgjast með af aðdáum

Hafið það sem allra allra best, það er lang skemmtilegast þannig. - það er bara svoleiðis.

Friday, August 18, 2006

það sem stendur upp úr...

Jæja er að prufa að setja inn hljóð, þar sem videófællinn er of stór. Þetta session með pearl jam, er beint af tónleikunum, og var eitt það allra besta sem kom frá þeim þann daginn....þeir byrja á að taka Wasted Reprice, lag af nýju plötunni. Lag sem eddie Vedder samdi eftir að hafa verið viðstaddur jarðaför hjá góðvini sínum Johnny Ramone... Síðan fara þeir aftur í tíman, og taka lagið Better Man, af plötunni Vitology. Lag sem Eddie vill meina að sé um aumingjan sem giftist móður hans. 17 ára gamall komst Eddie af því að þessi "aumingi" væri í raun ekki alvöru faðir hans, en faðir hans hafði dáið áður en eddie fæddist.
Svo endar þetta með laginu Save it for later, lag sem þeir félagar taka örsjaldan.


powered by ODEO

Thursday, August 17, 2006

16. Ágúst 2006

Lokum þrenningunni:

Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli, hann óli...
Hann á afmæli í dag.

Skemmtilegt er að geta þess að á sama degi og Ólafur ákvað að nú væri mál til komið að keyra í gegn breytingar á Íslandi, ákvað Eddie nokkur Gill einnig að heiðra nærstadda í Colorado með nærveru sinni. En hann spilar einmitt með Indiana Pacers. Þvílík er nú sú tilviljun. Má nú engan undra að maður spyrji sig, "hvað kemur næst".



Þótt ótrúlegt sé, þá höfðu máttarvöldin orku í að framleiða þessa atburði á einum og sama deginum eða þann 16. Ágúst 1978. Ekki nóg með það, heldur segir sagan að Ólafur Hrafnkell Baldursson hafi komið í heiminn íklæddur Charles Bronson náttfötum.

Nú jafnoki febrúarmánaðar í hlaupaári, má leiða líkum að hann sé farið að vanta ný náttföt.



Hann lengi lifi, húrra húrra húrra......

ps. glöggir lesendur eru hvattir til að nýta sér þær vísbendingar sem í boði
eru hér á vef nordheim-ara óspart, ef hugmyndaleysi hrjáir þá í
afmælisgjafarkaupum)

Sunday, August 13, 2006

Tónleikaþerapía

Jæja, kominn tími á að henda inn myndböndum af téðum tónleikum...
Einnig eru komnar myndir af herlegheitunum, hér á hægri hönd.....
Ég er að vísu enn að melta þessa tónleika, þar sem maður náði að upplifa ótrúlega hluti meðan maður sveif í gegnum hvert stórlagið á fætur öðru....

Gaman að sjá hvernig gömlu refirnir hafa siglt gegnum hvern storminn á fætur öðrum, en í stað þess að leggjast undir feld, jafnvel moldu, standa þeir sigurreifir upp úr ösku grunge tímabilsins, með ansi hreint magnaðari plötu, sem ber nafn með rentu.....


Ég vil því nota tækifærið og óska pj aðdáendum nær og fjær hjartanlega til hamingju með vel heppnaðan diskling.... skál fyrir því....

Talandi um skál, í laginu Crazy Mary, þá rétti vedderinn rauðvínsflösku út í salinn og bað fólk um að súpa, og láta hana ganga.... ja, eins og segir í laginu.... Flaskan gekk, og gekk mér í greipar.... skemmtilegt nokk....Á sekúndubroti var ekkert sjálfsagðara en að taka slurk, vera með, einn að hinum....ef maður ætlar á annað borð að endurtaka leikinn, þá hefði ég ekki getað ímyndað mér betri aðstæður til þess.... réttur staður, rétt stund...En í þetta skiptið var þetta ekki réttur maður. Flaskan stoppaði stutt við, enda krafturinn í flöskunni ekki samanburðarhæfur þeim sem ég nú fæ að dreypa á....


It´s ok segir Vedderinn, lýðurinn er samhljóma


Lag eftir The Who, Teenage Wasteland

Tuesday, August 08, 2006

Það var gaman í Vegas