.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Sunday, August 13, 2006

Tónleikaþerapía

Jæja, kominn tími á að henda inn myndböndum af téðum tónleikum...
Einnig eru komnar myndir af herlegheitunum, hér á hægri hönd.....
Ég er að vísu enn að melta þessa tónleika, þar sem maður náði að upplifa ótrúlega hluti meðan maður sveif í gegnum hvert stórlagið á fætur öðru....

Gaman að sjá hvernig gömlu refirnir hafa siglt gegnum hvern storminn á fætur öðrum, en í stað þess að leggjast undir feld, jafnvel moldu, standa þeir sigurreifir upp úr ösku grunge tímabilsins, með ansi hreint magnaðari plötu, sem ber nafn með rentu.....


Ég vil því nota tækifærið og óska pj aðdáendum nær og fjær hjartanlega til hamingju með vel heppnaðan diskling.... skál fyrir því....

Talandi um skál, í laginu Crazy Mary, þá rétti vedderinn rauðvínsflösku út í salinn og bað fólk um að súpa, og láta hana ganga.... ja, eins og segir í laginu.... Flaskan gekk, og gekk mér í greipar.... skemmtilegt nokk....Á sekúndubroti var ekkert sjálfsagðara en að taka slurk, vera með, einn að hinum....ef maður ætlar á annað borð að endurtaka leikinn, þá hefði ég ekki getað ímyndað mér betri aðstæður til þess.... réttur staður, rétt stund...En í þetta skiptið var þetta ekki réttur maður. Flaskan stoppaði stutt við, enda krafturinn í flöskunni ekki samanburðarhæfur þeim sem ég nú fæ að dreypa á....


It´s ok segir Vedderinn, lýðurinn er samhljóma


Lag eftir The Who, Teenage Wasteland

7 Comments:

At 1:15 AM, Blogger carpachio said...

þakka fljótt og gott komment....
Langaði bara að tjá alþjóð að sá fáheyði atburður hefur gerst, að Huldan, þó þekkt fyrir mikinn fingrahraða hér á veraldarvefnum, og víðar, hefur enn og aftur sett nýtt met. Að þessu sinni náði hún að kommenta áður en ég náði að setja inn færsluna. Þeir hjá Blogspot eru enn að klóra sér í hausnum hvernig það hafi gerst, og hefur Hulda verið boðuð í viðtal hjá þeim í Minneapolis í næstu viku. Hún mun því taka á móti heillaróskum Laugardaginn 26 júli á heimili sínu. Heyrst hefur að Huldan muni nú reyna að mæta á fundinn, og ljúka honum, áður en af honum verður, við skulum sjá hvað setur.....

 
At 11:00 AM, Anonymous Anonymous said...

mér finnst hin rétti maður bara kúl maður sko :)

 
At 11:03 AM, Anonymous Anonymous said...

ertu samt ekkert að grínast með þessar kvöld myndir úr vélinni þinni, geggjað nærðu þeim vel, ekkert kornóttar sýnist mér ... hvaða djö gæða vél ertu með drengur ??

 
At 4:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Áttu ekki afmæli í dag Ólafur?
16. ágúst.

Gaman að því. Langt síðan mar hefur heyrt í kalli. Maður ætti kannski að hringja?

Nei nei bara seinna..

Getr ekki sent mér gemsann þinn á maili eða sms-i og ég hringjí þig á Skype. Ja eða bara Skype-ið þitt. Mitt er bjarnvin
Kveðja Snorri

 
At 6:09 PM, Blogger Bateman said...

Takk kærlega fyrir kveðjuna Snorri.
Ég hef samband við þig fljótlega (um leið og ég kem heim frá Hawaii..)Ég mæti síðan í opinbera heimsókn á skerið í byrjun sept. þannig að þér er óhætt að byrja að pússa skóna væni minn...

 
At 4:18 PM, Blogger Sí-Atli said...

Það má ekki líta af ykkur eitt augnablik og þá er búið að blogga fyrir næsta mánuðinn. Liggur kannski í því að maður tekur syrpur í bloggheimum og sést þá gjarnan lítið í mannheimum.

En það breytir ekki því að lagið með The Who, heitir það ekki Baba O'Reilly? eða álíka.. bara pæling

 
At 1:03 AM, Blogger carpachio said...

glöggur ertu...enn ekki nógu glöggur.. myndi herra munk segja..... ef þú skoðar uppruna myndbandsins, þá sérst svo ekki verður um villst, að lagið heitir með réttu Baba O'Riley. Nei þetta er bara pæling....
En þú færð samt props fyrir að halda járninu að eldinum.....

 

Post a Comment

<< Home