.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Friday, July 14, 2006

Afreksmenn

Afreksmenn eru þeir sem setja sér háleit markmið og vinna síðan hörðum höndum að því að ná þessum markmiðum. Eftir mikla vinnu og strit tekst síðan sönnum afreksmönnum að ná sínum upphaflegu markmiðum. Síðan eru náttúrulega aðrir sem skilgreina upphaflegu markmið sín upp á nýtt eftir að ljóst er orðið að þeim verður ekki náð. Á slíka menn verður ekki aftur minns á þessari síðu.
Aftur að fyrri flokknum, í upphafi sumars setti ég mér þrjú markmið:

1) Að vera sem mest úti í sólinni.
2) Að fara ekki í sokka í a.m.k. 30 daga samfleytt.
3) Að fara í ræktina a.m.k. einu sinni á tveggja vikna fresti.

Það er mér ljúft að greina frá því að allt bendir til þess að þessum markmiðum verði náð.

2 Comments:

At 9:27 AM, Anonymous Anonymous said...

þetta minnir mig á markmið sem ég setti mér haustið '98, að skipta ekki um sokka í 30 daga samfleytt.

 
At 5:22 PM, Blogger Ibbi said...

vá geðveikt, hvað er ekki hægt að gera í amríku??
GÓÐA SKEMMTUN!

 

Post a Comment

<< Home