Verkefni
Í síðustu viku var ég að vinna verkefni með tveim stelpum í bekknum. Við þurftum m.a. að kanna viðhorf fólks til ákveðinna hluta. Þar sem mér finnst fólk sem stoppar mann úti á götu til að spyrja mann spurninga vera leiðinlegt, þá stakk ég upp á því að við myndum gefa fólki drykki svo það myndi frekar nenna að tala við okkur. Við fengum síðan gefna drykki hjá heildsala til að nota í þetta. Þegar við fórum að ná í drykkina sá ég að þeir voru með búninga sem þeir létu kynningardömurnar klæðast. Ég stakk upp á því svona í gríni að stelpurnar myndu vera í búningunum. Mér til mikillar undrunar voru þær til í það og skelltu sér bara í gallann. Ég er ekki frá því að þetta hafi haft jákvæð áhrif á könnunina enda hressar stelpur þar á ferð. Rose, Ég og Marianne í verkefnavinnu í skólanum.
3 Comments:
Ja, það er aldeilis. Bateman leiðist greinilega ekki að gera þessa könnun.
slugger
af hverju ert þú ekki líka í búning?
Post a Comment
<< Home