.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Monday, May 08, 2006

Hugarleikfimi í boði Sigurrós og amina

Tónleikar um daginn með Sigurrós í Benaroya Hall....
Að vanda var fjölmennt og Íslendingastrollan lét sig ekki vanta.
Þessir tónleikar voru ekki síðri en þeir sem við
sáum fyrir áramót í Paramount Theater, en að þessu sinni var salurinn
aðeins minni, en einnig mun betur gerður fyrir hljómleika
af þessu tagi.
Tveir auka plúsar voru við þessa tónleika, en sá fyrri var þess eðlis að hann óli, náði með útgeisluninni einni saman, að fá gefins tvo miða sem voru á besta stað í höllinni. Þessi smái en knái sambýlismaður hefur hjarta fílsins, og eftir hálffulla tónleika, þá mætti hann aftast á aumingjabekkina þar sem við sátum í jógastellingum, með Charlotte á bakinu, og skipti við mig og vin okkar Dania. Þaðan er þetta videó einmitt tekið........ Ef glögg er fylgst með, þá kemur ansi skemmtileg þögn í laginu þegar rúmar fimm mín eru búnar.....



Hinn plúsinn, var svona forréttaplús, en þær mýslur í hljómsveitinni amina fengu að blása sýnu blíðasta í um hálftíma, og kvittast hér með að þær stöllur stóðu sig hreint ágætlega.... Hér er lokalagið þeira, en það heitir afmælis.



Þangað til næst, farið vel með ykkar nánustu og breiðið út smá ást og hlýju.....

1 Comments:

At 11:04 AM, Anonymous Anonymous said...

gamli refur... fólk býður hér spennt eftir næsta bloggi...

kv blöndal

 

Post a Comment

<< Home