.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Thursday, December 21, 2006

Ísland og fleira

Jæja þá er maður kominn á skerið eftir langt og strangt ferðalag. Þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, að ferðast milli Íslands og Seattle, en það er nú samt svo sannarlega þess virði til að fá að hitta sína frábæru vini og fjölskyldu.
Annars er það helst að frétta að nýlega lauk maður þeim stóra áfanga að klára síðustu prófin í UW. Það er gaman að segja frá því að þrátt fyrir nett stress sem fylgir því vitanlega að vera á síðustu metrunum í svona námi, þá gekk þetta rosalega vel og er maður bara alveg í skýjunum með þetta allt saman. Næstu dagar munu því sjálfsagt fara í það að fagna þessu á viðeigandi hátt, gera síðan stutt stopp til að fagna jólunum og halda síðan fagnaðarlátunum áfram eitthvað inn í nýja árið.
Þar sem ég kann svo vel við mig í Seattle þá gat ég ekki hugsað mér að yfirgefa þann frábæra stað alveg strax og ákvað því að lengja dvölina aðeins. Það varð því úr, að um það leiti sem fagnaðarlátunum lýkur í janúar mun ég byrja að vinna hjá KPFF. Það leggst gríðarlega vel í mig, enda um mjög virta stofu að ræða og eftir því sem ég kemst næst skemmtilegan vinnustað. Þetta verður örugglega frekar strembið svona í byrjun og því gott að vita til þess að það er annar Íslendingur (Kári) að vinna þarna. Reyndar var útlit fyrir það á tímabili að við yrðum þarna þrír Íslendingar að vinna, en því miður fékk þriðji Íslendingurinn ekki vinnuna.
Af Geira er það síðan helst að frétta að hann er að verða einn heitasti piparsveinninn í Seattle síðan Tom Hanks í "Sleepless in Seattle" var og hét. Hvar endar þetta? spyr maður bara. Við erum síðan búnir að festa íbúðina okkar áfram, þannig að það má búast við því að ævintýrum okkar sé hvergi nærri lokið og líkast til rétt að byrja...

Óska að lokum öllum sem þetta kynnu að lesa gleðilegra jóla!

7 Comments:

At 6:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju strákar .. oh mér finnst þetta bara eitthvað svo æði fyrir ykkar hönd (allra sem eruð að klára) ég er alveg í skýjunum bara ;D

Óska ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, þakka gamla og góða tíma.

Látið mig vita ef gott áramótapartý er í uppsiglingu ég verð í borginni um áramótin og vantar djamm ...

Kv.
H

 
At 8:44 AM, Blogger Bateman said...

Kærar þakkir Hulda og Hrafnhildur. Mér láðist að nefna það í póstinum að áramótunum eyði ég í Köben. Ef þið eigið leið þar um, þá er ykkur boðið í partý þar.....

 
At 4:07 PM, Anonymous Anonymous said...

tja Köben er nú á leiðinni til London ;)

eh góða skemmtun í danaveldi ég knúsaðu Charlott frá mér

H

 
At 4:07 PM, Anonymous Anonymous said...

ekki ég kræst OG ... !!!

 
At 5:34 PM, Anonymous Anonymous said...

Love the blog, hope you keep updating it - Blogs I visit seem to dissapear often :(

 
At 11:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Blessaður Geiri,

Daði hérna í Kanada. Til hamingju með starfsframann. Láttu mig vita ef þú villt skella þér á skíði á önninni. Emailið mitt er indianropetrick@hotmail.com. Ég er alveg snjóbrettaóður eftir að hafa uppgötvað púðrið í Klettafjöllunum.

Kveðja,
Daði

 
At 3:46 PM, Blogger carpachio said...

blessaður Daði, gaman að heyra frá þér... þetta blogg okkar má muna sinn fífil fegri... en endurbætur eru kortlagðar... snjóbrettaæðið er hérna megin líka.. verðum í bandi...
ásgeir

 

Post a Comment

<< Home