.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Tuesday, October 24, 2006

Sumar í Seattle 2006

Nú er frost á fróni, frís í æðum blóð, kveður kuldahljóð,
kári jötu móð......ja, svona er þetta lag nú í minningunni...

Það er gott að vera kominn í rútínuna góðu og síðasta hamarshöggið
að koma aftur til bloggheima, já, spurning hvort einhver sé heima.

Það er óhætt að segja að sumarið, sem virðist nú vera að teygja anga
sína all langt inn í árið hérna í útlandinu, hafi verið með fróðlegra móti
svo ekki sé minna í pokann lagt.

Sem dæmi má nefna að Óli fór einu sinni í klippingu á þessum sólríku sumarmánuðum,
og fór jafnvel svo langt að eiga eitt stykki afmæli, góðan og blessaðan daginn.
Óli lét ekki staðar numið þar, heldur náði hann á þessum tíma að ganga rúmar 72 mílur á meðan hann talaði í símann, enda varð vinstri deltoidi óla þess valdandi að hann náði aðeins lit á öðrum vanganum. en það er einmitt vanginn sem snýr að öllum myndum af honum, sem fylgja nú á blogginu hér til hliðar, undir nafninu "summer in seattle 2006".

Annars göngum við óli glaðir til haustsins, og sitjum sáttir við okkar keip, inn í nýju íbúðinni og njótum útsýnis sem aldrei fyrr. Skólinn fer vel af stað, og hver dagur sem draumi líkastur.

Næsta mál á dagskrá hjá okkur óla, er að kaupa vogarskál. Fyrir hugsuði eins og okkur er það nauðsynlegur hlutur á heimilið, þar sem margt er í þessum heimi sem þarf að vega og meta.

Jæja farið ykkur hægt um gleðinnar dyr, eða þú þarna sem slysaðist inn á síðuna okkar um daginn, ja ef þú slysast inn aftur...., eða eins og óli hafði svo skemmtilega á orði: "farðu jafnvel ekkert inn um þær dyr", en það var þó í gríni, og vill óli hag flestra sem mestan, enda þegar hann nú grípur í símann þá sestan.

Je minn, hvað það er gaman að vera til.....

4 Comments:

At 11:30 AM, Anonymous Anonymous said...

jáhá það er sko gaman ;)

 
At 1:29 PM, Anonymous Anonymous said...

það er aldeilis hvað kallinn er orðinn góður í að ríma,, enda held ég að hann hafi lært það af mér... bara held:)

gaman að sjá hvað lífið leikur við þig gamli melur...

kv rebbi

 
At 2:30 PM, Blogger Bateman said...

Blogg ársins. Ef þú færð einhvern tíman leið á verkfræðinni þá ættir þú að reyna fyrir þér í prósagerð og portrett ljósmyndun. Síðan vantar þá líka alltaf brandara í séð og heyrt...

 
At 3:36 AM, Anonymous Anonymous said...

[url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/ganardinero.jpg[/img][/url]
[b]La mejor web sobre ganar dinero[/b]
Nosotros hemos encontrado la mejor guia en internet de como trabajo casa. Como fue de utilidad a nosotros, tambien les puede ser de utilidad a ustedes. No son unicamente formas de ganar dinero con su pagina web, hay todo tipo de metodos para ganar dinero en internet...
[b][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url]Te recomendamos entrar a [url=http://www.ganar-dinero-ya.com/]Ganar dinero[/url][url=http://www.ganar-dinero-ya.com][img]http://www.ganar-dinero-ya.com/dinero.jpg[/img][/url][/b]

 

Post a Comment

<< Home