.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Wednesday, July 26, 2006

The Gorge 2006


Meistari Vedder

Vægast sagt eftirminnileg helgi að baki. Tveir tónleikar með Pearl Jam í 45 stiga hita, ótrúlegt að maður hafi komist heill til baka.


Ekki erfitt að komast í draumkennt ástand á þessum slóðum

Til að róa taugarnar, þá erum við óli á leiðinni til Las, fucking, vegas, í þessum töluðu orðum, í 4 daga, þannig að tónleikasagan bíður betri tíma.

Hérna er þó sýnishorn af gleðinni....

Sunday, July 16, 2006

PEARL JAM - tónleikar þann 23.júlí 2006

Hróaskelda, 30 júní, árið 2000.... eins og gerst hafi í gær (fyrir utan að ég er ekki þunnur í dag)



Loksins loksins, á leið til Mekka, þó ekki til að lúta höfði á stein (ágætur steinn svo sem), heldur til að bera augum samferðarmenn okkar í blíðu og sérstaklega, stríðu, þá höfðingja sem skipa hljómsveitina Pearl Jam. Leiðin liggur á flugvöllinn í köben, þar sem tekin er lest til Roskilde. Áfengi, Pearl Jam, og órjúfanleg
vín-abönd; páfinn, búdda, ja, og séra ólafur blessaður hefðu ekki getað soðið betri hamingju-kokteil.....

Frá því að ég man eftir mér með áfengi við hönd, þá hafa lög þeirra ekki verið langt undan. Fyrsta platan, Ten, kemur út árið 1991, og fer að hljóma í okkar eyru stuttu síðar og suðar enn..
Minningar og lögin þeirra eru órjúfanlegur samtvinnaður partur af æsku okkar og uppeldi. Plöturnar þeirra hafa fylgt okkur eftir alla tíð, og aldrei þreytumst við á að hreykja okkur af hæfileikum þeirra, jamm sem og okkar. Áður en þriðja glasi er slúttað, þá eru lög eins og Nothing Man, Release, og Black farinn að leika um herbergið....úff...djöfulsins snilld....

Oft þarf ekki flókna hluti til að halda manni gangandi, koma manni í breytt ástand. gegnum daginn, losna undan amstri hversdagsleikans. Pearl Jam gerðu það fyrir okkur...og rúmlega það... þetta varð okkar afdrep í mjög mjög langan tíma...Vá..eiginlega bara ótrúlega langan tíma...uss...

Allir höfum við farið í sitthvora áttina vinirnir og allir höfum við mótað okkar eigin lífsýn, en hvað vini okkar í pearl jam varðar, þá syngjum við sem einn, þó það hljómi kannski ekki alltaf þannig í eyrum nærstaddra. Í augum okkar kemst enginn nálægt þeim félögum, og skal engan undra: þeir eru á stalli og steyptir þar, ósnertanlegir og ást okkar til þeirra er án allra skuldbindinga.........

halló akureyri... gangandi niður í bæ, syngjandi og kennandi hvorir öðrum textana, "jeremy"
á nettum bömmerum eftir bæinn, sest inn í bíl, "elderly women behind a counter in a small Town"
kveðjandi fyrstu ástina sína, grenjandi, "better man"
öskrandi stemmning í bílnum á leiðinni í bæinn, porch"
roskilde tónleikar, 8 látnir, "alive"
útilega, flestir sofnaðir, gítarinn á loft, tvíraddað "off he goes"

Dead Man Walking, Of The Girl, Go, World Wide Suicide, Save You, Severed Hand, Corduroy, Given To Fly, Unemployable, Sad, Gone, Not For You/(Modern Girl), State Of Love And Trust, Gods' Dice, Present Tense, Comatose, Why Go, Do The Evolution
Even Flow, Parachutes, Footsteps, Once, Wasted Reprise, Life Wasted, Spin The Black Circle, Bu$hleaguer, Indifference, Rockin' In The Free World, Yellow Ledbetter, Last Exit, Hail Hail, Save You, Do The Evolution, Dissident, American In Me, Insignificance, MFC, Given To Fly, Even Flow, Down, Jeremy, acoustic Low Light, Masters Of War, Last Kiss, Crazy Mary, Love Boat Captain, Bleed For Me, Blood

Listinn virðist endalaus, og bakvið sérhvert lag er minning, og bakvið minninguna er tilfinning, mismunandi hverju sinni, og virðist oft vera eins og vindáttin, óútreiknanleg. Það er þó ekki hægt að segja annað en þetta hafi verið ótrúlega skemmtilegur, þó hlykkjóttur þroskaferill.

Og nú er svo komið, að eftir viku, fæ ég að sjá þá kumpána aftur, hérna í Washington á stað sem heitir The Gorge, útitónleikasvæði, er með miða í sæti. Þannig fæ ég tækifæri til að þakka þeim fyrir liðinn ár (aftur, fórnaði úrinu mínu síðast, læt miðaverðið duga að þessu sinni), í persónu, ásamt því að njóta þessarar stundar hið ítrasta góðir gestir, hið ítrasta.

Það verður gaman að skilja ölið eftir heima að þessu sinni, og fá að upplifa þessa snillinga án allra ranghugmynda, og hugmynda yfir höfuð.

Eins og suðu-Sigfús orðaði það: "það er ekki hægt að biðja um mikið meira"

Ég er þakklátur fyrir að eiga góða vini.....og mér þykir vænt um vini mína.

Gott að enda þetta á orðum meistara Eddie Vedder:

YOU GOT TO HAVE FAITH

Friday, July 14, 2006

Afreksmenn

Afreksmenn eru þeir sem setja sér háleit markmið og vinna síðan hörðum höndum að því að ná þessum markmiðum. Eftir mikla vinnu og strit tekst síðan sönnum afreksmönnum að ná sínum upphaflegu markmiðum. Síðan eru náttúrulega aðrir sem skilgreina upphaflegu markmið sín upp á nýtt eftir að ljóst er orðið að þeim verður ekki náð. Á slíka menn verður ekki aftur minns á þessari síðu.
Aftur að fyrri flokknum, í upphafi sumars setti ég mér þrjú markmið:

1) Að vera sem mest úti í sólinni.
2) Að fara ekki í sokka í a.m.k. 30 daga samfleytt.
3) Að fara í ræktina a.m.k. einu sinni á tveggja vikna fresti.

Það er mér ljúft að greina frá því að allt bendir til þess að þessum markmiðum verði náð.

Sunday, July 02, 2006

sólríkur júni mánuður senn á enda