.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Saturday, October 15, 2005

Beygluskeri og reykvél

Beygluskeri hefur bæst við fjölskylduna hérna á Nordheim. Já velkomin á 21. öldina. Óli getur því tekið gleði sína á ný. Nú er bara að kaupa beyglur, og láta fallöxina vaða. Þetta er nú samt bara einn hlutur af fjöldamörgum sem nauðsynlegir eru hér í landi vonar, já og ótta. Þannig að enn er langt í land.
Nú er verið að plana ferð í afmælið hennar Helgu, en við höfum ákveðið að gefa henni reykvél. Svona til að ná upp betri stemmningu á Halló-vín sem verður í lok Október. Einnig langar okkur að sjá hvernig hún virkar, ef við skildum vilja eignast svona grip. Gott að grípa í svona tæki ef maður er þannig stemmdur, ja eða einn heima að hlusta á Duran Duran.
Skólinn lætur ekki bíða eftir sér frekar en flest annað, fyrir utan mig kannski, þannig að Nordheim fjölskyldan sér fram á stífan og strangheiðarlegan lestur næstu daga. Mörg og fjölmörg markmið búin að fæðast í dag, svona svipað og þegar maður vaknar þunnur og með tómt veskið. Þannig að framtíðin verður að leiða fram í ljósið hvort við hysjum upp um okkur eða hvort pistillinn í næstu viku verði þessi endurfluttur.

Annars bið ég ykkur bara vel að lifa, enda ekkert annað í boði, ef að er gáð.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home