.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Thursday, October 13, 2005

Queer eye for Geira

Þegar ég ákvað að fara að búa með Geira, sem er tveggja metra rumur, vissi ég að því gætu fylgt ýmsar uppákomur. Ég átti allt eins von á því að hann myndi nota handklæðin mín fyrir þvottapoka eða júdóbeltið fyrir tannþráð. Ég hafði rangt fyrir mér. Geiri er nefnilega afar áhugasamur um lífstíl nútímamannsins. Hann borðar bara lífrænt ræktað grænmeti, hann borðar ekki hvít hrísgrjón og drekkur bara soja mjólk. Hann stundar pílates og drekkur grænt te.
Allt er þetta gott og blessað, ég er búinn að læra mikið af sambúðinni og er sammála flestu sem þessi tröllvaxni snyrtipinni segir. Það er líka ekki annað hægt en að dást að manni sem nennir að gera sérstaka ferð í annan bæjarhluta til að kaupa betri mjólk og lífrænt ræktað snakk.
Aðal ástæða þessa pistils er þó að greina frá innkaupaferð sem við Geiri fórum í um daginn. Tilgangur ferðarinnar var að festa kaup á sófa. Þegar á áfangastað var komið, kom í ljós að um var að ræða bílskúrssölu þar sem ýmislegt var á boðsstólum. Okkar maður var ekki lengi að koma auga á helsta djásnið sem í boði var og eftir það var ekki aftur snúið. Borð og stólar, sem höfðu gengið frá móður konunnar til hennar og frá henni til dætra hennar, var komið í okkar eigu, áður en ég fékk rönd við reist. Í gær fór síðan innanhúsarkítekt heimilisins aftur á stúfana og má segja að nú sé myndin fullkomnuð.

"Pink is the new green" ÁÖH 2005

5 Comments:

At 4:20 PM, Blogger Big Bird a.k.a. BB said...

Thom ætti að vera ánægður með nýja innanhúslúkkið og Carson myndi faðma ykkur báða fyrir frábæra litasamsetningu :)

 
At 7:35 PM, Anonymous Anonymous said...

þetta er geggjað vaá má ég flytja inn???
PLÍSSSSSsssssssss ........

 
At 12:30 AM, Blogger carpachio said...

það er alltaf hægt að draga út svefnsófann...

 
At 8:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Ásgeir, þú ert maður að mínu skapi. Förum saman í PCC....
Hvenær megum við svo koma í mat???

Kveðja Hrönn

 
At 10:43 PM, Blogger carpachio said...

ég þakka hlý orð í minn garð, enda verið að vinna mikið í honum þessi misseri :)
Annars erum við Óli að vinna í að halda hér "lífrænt" innflutningspartí, þannig að þú getur sett þig í startholurnar.

 

Post a Comment

<< Home