.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Saturday, March 17, 2007

The end of an era

Jæja þá er víst komið að því. Leiðir eru að skilja hjá okkur Geira. Hann heldur nú ótrauður heim til Móðurlandsins þar sem hann hyggst innleiða nýja siði í byggingariðnaðinum....

Það má með sanni segja að það verði viðbrigði að missa Geira héðan úr Seattle. Nú erum við búnir að ganga saman í gegnum súrt og sætt í meira en eitt og hálft ár. Við erum búnir að búa saman, vera saman í bekk og gera nánast alla hluti saman.
Það hefur líka verið ótrúlegt að fylgjast með drengnum hreinlega springa út. Aldrei hefði mig órað fyrir því að þessi óharðnaði unglingur sem lagði af stað með mér til Seattle fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan ætti eftir að þroskast svona mikið. Auðvitað hefur hann hlotið frábæra leiðsögn frá mér, en það verður samt ekki horft fram hjá því að þessar ótrúlegu framfarir eru einnig að einhverju leiti honum sjálfum að þakka. Auðvitað hefur hann misstigið sig á leiðinni, eins og þegar hann lék í Dressman auglýsingunni:

En þegar slíkt gerist þá skiptir máli að dæma ekki heldur benda vingjarnlega á mistökin og ræða síðan á jafnréttisgrundvelli hvers vegna þetta var rangt.
Eða þegar hann festi næstum hausinn í rörinu...

En síðan fór þetta nú allt að ganga betur og maður hætti að hafa áhyggjur og sá að strákurinn var alveg að spjara sig upp á eigin spýtur.
Dagurinn þegar hann fór síðan á fyrsta stefnumótið, með stelpu sem hann kynntist á Internetinu, verður dagur sem ég mun seint gleyma, eftirvæntingin og stoltið sem hreinlega skein af stráknum var engu líkt.

Þetta gekk allt saman vel og hafa stefnumótin verið fjölmörg eftir þetta.

Það má jafnvel ganga svo langt að segja að Geiri sé orðinn einn eftirsóttasti piparsveinninn hér austan I-5 hraðbrautarinnar. Hann skilur eftir sig kramin stúlknahjörtu hvar sem hann fer og það hefur verið hreinlega með ólíkindum að fylgjast með örvæntingu og depurð aðdáendahópsins núna eftir að hann tilkynnti brottför frá Seattle. Annað eins hefur ekki sést síðan drengjakvartetinn BoyZone tilkynnti að hann væri að hætta.
Það hefur því ekki reynst auðvelt að fá tíma hjá Geira þessa síðustu daga, slíkan munað þarf að bóka með a.m.k. nokkurra daga fyrirvara.
Það er því ljóst að það verður stórt skarð hér í Seattle þegar Geiri fer og af honum mikill missir.
Það er samt alltaf gott að vita að þegar maður horfir upp í himininn og sér stjörnurnar þá eru það sömu stjörnur og skína á Geira í Glaðheimunum.

Monday, February 05, 2007

Langt yfir skammt

Jæja, ákvað sí sona að skreppa yfir hafið, enda kominn tími til að endurheimta fótakuldann, að ég hélt króníska, áður en mér varð fótasleppt af skerinu fyrst. Eins var maður farinn að sakna þess að berjast við að ná hreinlega andanum yfir vetratímann, vegna stíflaðra öndunarfæra. Já, allt var þetta nú endurheimt og að þessu sinni með hjálp loftræstikerfis flugleiða, ásamt að sjálfssögðu hinu alí-slenska suddaveðri sem við frónverjar erum stoltir af að sitja einir að og fáir, ja að undanskildum íbúum Síberíu kannski, sem eru ekki nema um þrír íbúar á ferkílómeter.

En ég náði þó að komast eftir miklar hrakningar, ísilagða vegi, framrúðuslabb, og vegahindranir hinar ýmsu upp að Versölum í Kóparvogi, en þar var það hún litla frænka mín, Thelma Lind sem hélt uppi heiðri fjölskyldunnar, þegar hún tók sig til og vann, í samanlögðu, opna fimleikamót Gerplu. Það var hvetjandi að verða vitni af því þar, að með mínum ákafa og ástundum í jóganum, þá á ég ekki nema nokkur ár í að ná framkvæma hluta af þessum æfingum, ef ég verð þá ekki þegar búinn að eyðileggja eitthvað í ferlinu, sem er þó líklegra.....

Jæja, hérna er hluti að æfingunni hennar, gólfæfingar.... sem ég náði að festa á filmu....... Til hamingju frænka.....



Annars erum við óli kampa-víns-kátir, og erum enn að fagna próflokum......
Ef vel er að gáð, þá er ekki loku fyrir það skotið að hamingjan sé á næsta leyti.... annars erum við of uppteknir við að kíkja fyrir horn.

Kátir voru karlar......

Thursday, December 21, 2006

Ísland og fleira

Jæja þá er maður kominn á skerið eftir langt og strangt ferðalag. Þetta er nú ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, að ferðast milli Íslands og Seattle, en það er nú samt svo sannarlega þess virði til að fá að hitta sína frábæru vini og fjölskyldu.
Annars er það helst að frétta að nýlega lauk maður þeim stóra áfanga að klára síðustu prófin í UW. Það er gaman að segja frá því að þrátt fyrir nett stress sem fylgir því vitanlega að vera á síðustu metrunum í svona námi, þá gekk þetta rosalega vel og er maður bara alveg í skýjunum með þetta allt saman. Næstu dagar munu því sjálfsagt fara í það að fagna þessu á viðeigandi hátt, gera síðan stutt stopp til að fagna jólunum og halda síðan fagnaðarlátunum áfram eitthvað inn í nýja árið.
Þar sem ég kann svo vel við mig í Seattle þá gat ég ekki hugsað mér að yfirgefa þann frábæra stað alveg strax og ákvað því að lengja dvölina aðeins. Það varð því úr, að um það leiti sem fagnaðarlátunum lýkur í janúar mun ég byrja að vinna hjá KPFF. Það leggst gríðarlega vel í mig, enda um mjög virta stofu að ræða og eftir því sem ég kemst næst skemmtilegan vinnustað. Þetta verður örugglega frekar strembið svona í byrjun og því gott að vita til þess að það er annar Íslendingur (Kári) að vinna þarna. Reyndar var útlit fyrir það á tímabili að við yrðum þarna þrír Íslendingar að vinna, en því miður fékk þriðji Íslendingurinn ekki vinnuna.
Af Geira er það síðan helst að frétta að hann er að verða einn heitasti piparsveinninn í Seattle síðan Tom Hanks í "Sleepless in Seattle" var og hét. Hvar endar þetta? spyr maður bara. Við erum síðan búnir að festa íbúðina okkar áfram, þannig að það má búast við því að ævintýrum okkar sé hvergi nærri lokið og líkast til rétt að byrja...

Óska að lokum öllum sem þetta kynnu að lesa gleðilegra jóla!

Thursday, December 07, 2006

last day of school... vavavívavúúúva.....


tekið á síðustu mín rétt í þessu... en þá lauk síðasta tíma okkar
hérna í skólanum......já, menn eru léttir á því þessa stundina...

Óli úrvinda, en kátur... að vanda.....

og ég heyri óla hrópa hérna..... "pabbi, til hamingju með afmælið"

lifið heil.....já, sannarlega kominn jólaandi í húsið,
enda jólaboð á morgun, og með því......

Wednesday, November 29, 2006

Some days are better than others

Some girls are bigger than others,
some girls are bigger than others,
some girls mothers
are bigger than other girls mothers.



Ef þú telur þig hafa skilið þennan póst, þá þarft þú sennilega að leita þér aðstoðar.

Saturday, November 25, 2006

Fyrir sjb og Bibba marmelaði

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301649/5

Wednesday, November 22, 2006

Thanksgiving

Á morgun fögnum við Thanksgiving hér í US of A. Í tilefni af því set ég hér myndir frá Thanksgiving 2005 sem var haldið svo eftirminnilega í Radfordinu í fyrra.


Þetta er 5 mínútum áður en boðið byrjaði. Á myndinni má sjá Geira að hafa sig til.


Hérna erum við nýmættir í boðið. Af myndinni að dæma hefði Geiri alveg verið til í að fá meiri tíma til að hafa sig til.

Saturday, November 18, 2006

G11 rett adur en hann fekk skegg

Modir G11 sendi mer tetta myndband af honum sem var tekid stuttu eftir ad honum var sleppt ur hitakassanum.

Friday, November 17, 2006

Seattle; sækjum það heim

Góðan og blessaðan...
Góður vinur sækir nú að, en í þessum skrifuðu orðum er hann Blöndal ráfandi ruglaður á Minneapolis flugvelli, og næsta stopp er Las Vegas.... Þaðan kemst hann vonandi klakklaust til Seattle.



Það er gaman að segja frá því að vinátta okkar nær yfir aldarfjórðung, já og rúmlega það. Sannarlega tilhlökkunarefni að fá vin sinn í heimsókn, geta deilt með honum hvernig lífið er hérna í ameríkunni.

Þessi lífsins gangur er sannarlega þess virði, sérstaklega þegar maður getur notið þess með góðum vinum.

Annars bara velkominn til USA......

- Ásgeir best.....

Friday, November 03, 2006

"May the force be with you"



Overcoming a hurdle is an accomplishment, and somewhat a nice step in a right direction. Standing in front of it again is a stagnation of personal growth. But laying down the weapons at that time is a unforgivable defeat.

Life is a mystery, and foolish not to go for the ride with confidence and believe that the hurdle will eventually disappear. In right time it will. And when that happens, you will have faith by experience, but don´t have to have to trust on somebody else´s faith. That truly is amazing experience.

Life is full of surprises, and the right attitude, and acceptance is all needed to look life right in the eyes and enjoy the ride wherever it takes you. All you have to do is realize that you are not in charge, and not responsible for anything but your own actions. You do the best you can, that´s it........

Life surely is amazing.