.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Tuesday, February 07, 2006

Veikindi, midterms og ást á Internetinu

Komiði sælir kæru lesendur og gleðilegt ár. Bateman heilsar hér hress á nýju ári. Það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið síðan við hittumst seinast; ég fór t.d út að borða um daginn og síðan fékk ég mér nýjar buxur. Já það er ótrúlega margt sem kemur upp í hugan en ég læt þetta duga í bili.
Af öðrum íbúum á Nordheim er það nú helst að frétta, að þrátt fyrir allar þær heilbrigðisráðstafanir sem til eru í heiminum (held ég) þá er Gaylordinn á 1203A nú lagstur í flensu.
Hér má sjá brot af þeim pillum sem eiga að halda Lordaranum frá veikindum þrátt fyrir óheflað líferni.

Þetta hefur þó ekki mikil áhrif á starfsemi hússins utan þess að einstaka sinnum stynur lordarinn svo þunnir veggirnir nötra. Skrítið samt að þegar ég lít inn til hans til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með hann, og hvort ég geti fært honum svalandi drykk eða heitan bakstur, þá situr hann yfirleitt brosandi við tölvuna!?

Hvað fer fram innan veggja 1203A ?

Annars eru midterms að renna í garð og er ekki laust við að tilhlökkun sé í mönnum hér á Nordheim. Það er nefnilega gaman að fara út á akurinn að loknu góðu dagsverki og njóta uppskerunnar. Þetta verður góður tími, en mikið vorkenni ég hinum sem hafa kannski ekki verið nógu duglegir. Þar er hætt við uppskerubresti.

2 Comments:

At 6:07 AM, Anonymous Anonymous said...

Bateman er rómantískur. Það er fallegt.

 
At 8:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Bateman er skáldlegur. "Walk the line"

 

Post a Comment

<< Home