.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Monday, November 21, 2005

Midterms

Jæja góðir lesendur. Þá eru Nordheimbúar búnir í próflestri í bili og eru bara nokkuð sáttir með það. Það er merkilegt hvað þessi blessuðu próf geta alltaf sett allt úr skorðum hjá manni. Svefnleysi, stress, næringarskortur og ilsig eru meðal þekktra kvilla. Það er því gott að hafa fastan punkt í tilverunni þegar svona stendur á og geta þannig alltaf calibrerað sig yfir í rétt hnitakerfi á ný. Án þess endar maður bara öfugu megin við lækinn á vitlausu túni. Þó að við Geiri höfum nú stundum verið úti á túni í próflestrinum þá tókst okkur sem betur fer að vera innan girðingar. Þessu til sönnunnar langar mig að birta nokkrar myndir sem voru teknar þegar leikar stóðu sem hæst.

Ásgeir að lesa um annarrar gráðu tensora.

Á þessari stundu var ég að hugsa hvort ég gæti átt framtíð sem söngvari ef verkfræðin myndi klikka. Stuttu eftir að þessi mynd var tekin söng ég þrjú lög án undirleiks og hélt síðan áfram að læra verkfræði.

Mönnum verður oft heitt í hamsi þegar átökin eru mikil. Ásgeir er þeirrar skoðunar að best sé að nýta sem mest af yfirborðsflatarmáli líkamans við lærdóm. Óhindraður aðgangur námsefnisins að líkamanum er mikilvægur þáttur í þessari kenningu. Einn morgun þegar ég vaknaði þá var ACI staðallinn horfinn. Ásgeir svaraði fáu þegar hann var spurður. Horfði bara dreyminn út í loftið. Þess ber að geta að á prófinu svaraði hann öllum spurningum sem sneru að staðlinum rétt.

Þessi mynd er tekin 45 mínútum fyrir próf. Það er ekki laust við að þegar hér var komið við sögu hafi ég verið kominn með örlítinn hnút í magann. Þá var ekki slæmt að hafa fastan punkt í tilverunni.



1 Comments:

At 6:51 PM, Anonymous Anonymous said...

LOL ........

 

Post a Comment

<< Home