.comment-link {margin-left:.6em;}

Carpachio og Bateman

Mind - Breath - Body

Wednesday, November 30, 2005

Cherry Christmas



Nordheim búar vilja nota þetta tækifæri og óska landsmönnum nær og fjær, gleðilegra jóla.
Ekki seinna vænna að fara að skreyta fyrir páskana. Kaninn fer svo snemma í hátíðarskap, að það er allt farið í hnút hérna á Nordheim.

Alla vega er öll íbúðin þakin í gjafapappír, en þegar ég fór á lappir í morgun, var lilli búinn að rífa upp pakkana sína, og sat á gólfinu, búinn að klæða sig í nýja peysu sem hann fékk að heiman, allur löðrandi í íslensku súkkulaði. Hann verður í skammakróknum eitthvað fram eftir degi. Þetta súkklaði var handa mér. Svona gerir maður ekki......

Já, jólin eru kominn í jólafrí.

Monday, November 28, 2005

Ofur-Geiri

Þetta myndband fær mann til að brosa út í annað. Minnir mann óneitanlega á sumt af því sem maður verður vitni að innan veggja Nordheim.

Lærdómsstelling nútímamannsins










Það má segja að 90% af deginum fari í þessar stellingar hjá okkur kumpánum. Enda gríðarleg samviskusemi sem skekur Nordheim þessa dagana.

Annars er lítið upp úr okkur að hafa, nema að við lendum sigurreifir á klakanum þann 13. des.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Við erum komnir með jafnlangan jólagjafalista og jólasveinninn, þannig að við biðjum fólk að halda að sér höndum. Alla vega að sigta út nauðsynjavörur eins og eldhúsrúllur og salernispappir, enda megum við bara taka með okkur tvær ferðatöskur á mann. Svo er dollarinn að rjúka upp úr öllu valdi......

"And I find Hitler in my heart, from the corpses, flowers grow."

Thursday, November 24, 2005

Gleðilega þakkargjörðarhátíð!!!

Tuesday, November 22, 2005

Próflokaferð

Já, það er svo sannarlega skemmtilegt að sjá fima fingur Batemanns lýsa upp veraldarvefinn. Eftir um klukkutíma setu á parabólunni og búinn að sóa einni rúllu í að reyna að þrífa upp eftir sig, enn með allt niðrum sig, girti ég hann í streng, og rak inn í grenið sitt, með þau skilaboð á hnakkadrambinu, að hann fengi hvorki vott né þurrt, fyrr en hann hefði rétt sinn hlut gagnvart sjálfum sér og öðrum íbúum Nordheim.
Fingur herra Batemanns hafa heldur betur verið fjarlægðir úr frystinum, því nú þegar, er búið að panta nýtt lyklaborð frá þjónustudeild IBM, en þeir styrkja hans skrif.

En víkur nú sögum af próflokaferðinni, sem ákveðin var, sem og flest annað innan veggja íbúðar 1203 á Nordheim, með afar góðum fyrirvara. Takmark dagsins var að eyða alla vega 50,000 kalli í hvers kyns vitleysu, eftir að hafa tæklað prófin, með eftirminnilegum hætti.



já, rétt hjá Bateman, eitt próf að baki

Nostradamus nokkur var vanur að rita í skinn, enda fór það auðvitað svo að Carpachio eyddi 47,000 alíslenskum. KRAFÐIST þá Bateman að hann myndi alla vega leggja út rúmar 3,000, svona til að sprengja uppsett verð með stæl.

Að vísu fór hálfur dagurinn í að eltast um dýrustu búðir sem Seattle hefur upp á að bjóða, til að máta jakkaföt á milljónaerfingjann. Þau ódýrustu sem hann fékkst til að máta, með trega, frá Paul Smith nokkrum. Þeir "larfar" voru á litlar 150,000 krónur.


Bateman víkur sér fimlega undan Paul Smith fárinu.


Bateman var í draumalandinu nokkra stund, en fékkst þó loks til að stíga niður af palli þeirra sigurreifu, og endaði með að kaupa föt í kolaporti þeirra Washington búa.


Svo vel vildi til að áhættuleikar Rocky, fyrstu tvær myndirnar, var að vinna.



Kári og Dressmann í góðum gír á góðri stundu.

Einnig náðust fyrir tilviljun myndir, þar sem próflokaferðin var vel á veg komin:






Eins og glöggir lesendur sjá, eru þetta ekki aðeins sömu pokarnir sem við höldum á, heldur er einnig hægt að nota Ranier nálgun til að staðfesta það með 95% líkindum, að pokarnir eru samir að rúmmáli.
En þar sem Bateman hafði notað 3,000 kallinn, rúman, til að kaupa dollara, þá fékk
hann lánaða innkaupapokana mína, og fékkst í staðinn til að brosa sínu breiðasta.


Já, heimur hinna vansælu, ef þú ert á alsælu. Sæl að sinni.

Monday, November 21, 2005

Depeche Mode

Skellti mér á Depeche Mode um daginn. Þetta voru geðveikir tónleikar eins og sjá má á myndum og vídeói.
Þetta er gamall refur sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera.

Áhorfendur voru trylltir.

Midterms

Jæja góðir lesendur. Þá eru Nordheimbúar búnir í próflestri í bili og eru bara nokkuð sáttir með það. Það er merkilegt hvað þessi blessuðu próf geta alltaf sett allt úr skorðum hjá manni. Svefnleysi, stress, næringarskortur og ilsig eru meðal þekktra kvilla. Það er því gott að hafa fastan punkt í tilverunni þegar svona stendur á og geta þannig alltaf calibrerað sig yfir í rétt hnitakerfi á ný. Án þess endar maður bara öfugu megin við lækinn á vitlausu túni. Þó að við Geiri höfum nú stundum verið úti á túni í próflestrinum þá tókst okkur sem betur fer að vera innan girðingar. Þessu til sönnunnar langar mig að birta nokkrar myndir sem voru teknar þegar leikar stóðu sem hæst.

Ásgeir að lesa um annarrar gráðu tensora.

Á þessari stundu var ég að hugsa hvort ég gæti átt framtíð sem söngvari ef verkfræðin myndi klikka. Stuttu eftir að þessi mynd var tekin söng ég þrjú lög án undirleiks og hélt síðan áfram að læra verkfræði.

Mönnum verður oft heitt í hamsi þegar átökin eru mikil. Ásgeir er þeirrar skoðunar að best sé að nýta sem mest af yfirborðsflatarmáli líkamans við lærdóm. Óhindraður aðgangur námsefnisins að líkamanum er mikilvægur þáttur í þessari kenningu. Einn morgun þegar ég vaknaði þá var ACI staðallinn horfinn. Ásgeir svaraði fáu þegar hann var spurður. Horfði bara dreyminn út í loftið. Þess ber að geta að á prófinu svaraði hann öllum spurningum sem sneru að staðlinum rétt.

Þessi mynd er tekin 45 mínútum fyrir próf. Það er ekki laust við að þegar hér var komið við sögu hafi ég verið kominn með örlítinn hnút í magann. Þá var ekki slæmt að hafa fastan punkt í tilverunni.



Tuesday, November 15, 2005

Nálykt á Nordheim

Já, skeggvöxtur er aðeins eitt af mörgum óæskilegum fyrirbærum sem farin eru að hreiðra um sig á íbúum Nordheim. Miðsvetrarprófin hafa ákveðið að taka okkur í miður skemmtilegt ferðarlag, sem sér ekki fyrir endann á. Fyrirhyggjan er slík, að það eina vistvæna hér inni eru heilu balarnir af klósettrúllum. Enda af nógu að taka þegar kemur að því að þrífa upp eftir sig. En með "lateral buckling" upp á bak munum við samt standa þessar ofsóknir af okkur, og munum að endingu standa eftir sigurreifir.




Nýja lærdómsdúið, samkvæmt tímaritinu "lifðu á lúkkinu"

En alla vega, þessa stundina tökum við flugið vel undir radar.

Meistari Mugison fær að eiga síðasta orðið:

Thursday, November 10, 2005

Marie Francis

Hér skammt frá Nordheim sannast enn eina ferðina hið fornkveðna, sem skrifast: "að baki hverjum miklum manni stendur traust og góð kona". Já, ef að er gáð er Tumi búinn að skipta út hananum fyrir hænu...eða þannig. Það ætti nú ekki að falla skuggi á neinn þó maður hendi því fram að syni sé greinilega í blóð borinn sá hæfileiki föðurs að afla vel, hvað góðan kvenkost varðar.


marie á góðri stund á góðum stað.


það er ekki laust við að um sameiginlegan kæk sé að ræða. Það er góðs viti.

Hér í hinum vestræna heimi tíðkast að huga að skuldbindingu þegar líða tekur á áttundu viku sambands, eða eins kaninn orðar það, octahedral (ísl. eftir átta vikur, þá hittumst við í kirkjunni). Það duga því engir skoskir smápeningar þegar brullaup þeirra skötuhjúa verður fengið staðfest hjá sýslumanni. En þar sem fjölskylda brúðarinnar mun líklega vilja halda í þann vestræna sið að borga brúsann, er óþarfi fyrir skota að taka dýfu.´
Carpachio býður sig hér með fram sem veislustjóri.


Atli gaf lítið fyrir nýja útspil meðleigjanda síns og sagðist lítið hafa sofið síðustu nætur.

Annars er gott að frétta héðan frá Nordheim, próf í uppsiglingu og eins og góður maður hafði eitt sinn á orði, þá notum við okkur erfiðleika síðustu daga sem vind í seglin, og horfum björtum augum á framtíðina, enda framtíðin björt í alla staði.
Lifið heil.

Wednesday, November 09, 2005

weezer í key arena 26.okt.2005

Monday, November 07, 2005

Tálgað í viðinn

Þessa stundina er farið að rjúka úr herbergjum drengjanna á Nordheim. Reykskynjarinn hefur verið aftengdur og nammiskúffan fyllt af hreinum viðbjóði. Já, á líðandi stundu er farið að styttast í miðsvetrarpróf og íbúar Nordheim því miður með buxurnar á hælunum. En af íslenskum sið, þá reddast þetta.

Svona til að koma með framhald af gray shine sjampóinu sem fannst vafið inn í jbs nærföt neðst í kommóðuskúffu, en ekki á glámbekk eins og minni maðurinn hafði á orði, þá er hér lítil saga um næturbrölt sem fram fór ekki alls fyrir löngu hér á Nordheim.

Þannig mun mál með vexti vera að stuttu eftir að stærri átti brýnt erindi í heilsuvörubúð sem kallast Aveda, staðsett hér rétt hjá íbúum Nordheim, þá voru rakin spor drengs með skónúmer 41, og með fangamerkið Diesel.
Þrátt fyrir ítrekuð sönnunargögn, neitaði minni íbúinn á Nordheim staðfastlega, og var jafnvel með hártoganir.

En svo við komum aftur að næturbröltinu, þá vildi svo heppilega til að ekki hafði tekist að tæma alveg úr vatnsbirgðunum fyrr um kvöldið þannig að stærri íbúinn á Nordheim lá svefnlaus í Seattle. Þegar þolinmæðina þraut var ekkert annað í boði en að hreinsa úr pípunum.
Em við það að báðar fætur snerta gólf, heyrast undarlegar drunur hinum megin við vegginn. Sá stærri sprettur á lappir og kippir myndarvélinni með.
Eftir að hafa skotið nokkrar myndir út í svart myrkrið, blindandi og í geðshræringu, var snúið við snöggt og farið að sofa.
Það var ekki fyrr en myndirnar höfðu verið framkallaðar sem hið rétta kom í ljós.
Sá minni hafði þá verið með laumuspil, sem glöggt sést á þessari mynd:



glöggt er gests auga, og sá minni greinilega að þreifa eftir einhverju.

Þegar aðdráttarlinsan hefur gert sína töfra, þá kemur í ljós, að ekki aðeins er maðurinn bakvið skónúmer 41 fundinn, heldur er Scalp Remedy flaskan úr Aveda kominn í leitirnar:




Sá stærri telur máli nr.94 hér með lokið. Verk vel unnið.

Saturday, November 05, 2005

Vilhjálmur borgarstjóri

Engum tíma er eytt í formsatriði hér, þannig að íbúar að Nordheim
vilja óska villta tryllta Villa til hamingju með tilvonandi borgarstjórastól.

Af stuðningsmönnun Gísla Marteins er það að frétta að blaðalausa ræðan
hans í Háskólabíó er enn að vekja mikla undrun og athygli. Menn hafa jafnvel
verið að tala um að helga fyrstu 10 mínútur 1. októbers hvers árs þessum núkölluðu þrekmínútum sem Gísli notaði blaðalausar. Einnig hafa stuðningsmenn um verndun regnskóganna látið uppi mikla ánægju með tiltæki Gísla, þó þeir sjái sér ekki fært að styðja innihald ræðunnar beint, enda enn verið að hljóðrita ræðu Gísla á um átta tungumál.
Þetta er þó aðeins það sem koma skal úr hatti Gísla, því heyrst hefur að hann sé farinn að skeina sér blaðalaust, við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna.



Spurning hvort Villi sé að gefa eitthvað í skyn í sambandi við nýjar áherslur Gísla í borgar- og umhverfismálum??

Friday, November 04, 2005

fuglaflensan

Kaninn lætur ekki að sér hæða þegar kemur að mikið grín, mikið gaman.
Hrekkjvakan vakti víða mikla lukku, en hér segir frá einum
stjarneðlisfræðingi sem kom klæddur eins og fuglaflensan,
eða klæddur í fiður og með mæli upp í sér og lét rúlla
sér um gólfin í hjólastól. En það fylgir ekki sögunni
hvar mælirinn endaði í lok kvöldsins, en þetta var víst
í boði sem hvítahúsið hélt í boði Bush.

Annars er það að frétta af Nordheim, að Ólafur greifi, gladdi
nærstadda með viðkomu á Bright Eyes tónleikum í kveld og náðu
þeir víst að opna á þriðja auga hans. Hann liggur því andvaka
í nótt því hann veit ekki alveg hvernig á að loka því.

Íbúar Nordheim fóru ekki varhuga af sníkjuferðum sem
tíðkast hérna á hrekkjavökunni, og þar sem lítill áhugi var
fyrir því að láta freknóttar fitubollur ónáða okkur herramennina,
þá tóku íbúar nordheim sig til og límdu nammið á útihurðina.
Það hvarf hljóðlega og fljótlega, og íbúar nordheim settu enn
eitt hakið við verk vel unnið.



Það er samdóma álit okkar að Valley styrkurinn megi vera stoltur af íbúum Nordheim.
Lífið er ekki bara bækur og próf, það er svo miklu miklu meira.

Thursday, November 03, 2005

Bateman flakkar um veraldarvefinn á olíubornu kústskafti

Já, svörin eru oft að finna í upphafinu, og Bateman lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Hann situr sveittur við og fetar ótroðnar slóðir í frumskógi veraldarvefsins. Hann hefur gleymt stund og stað, og rétt gefur sér tíma til að lyfta upp hægri rasskinn til að létta á uppsöfnuðum þrýstingi. En merkilegt nokk, þá hefur fæðst tengill vikunnar:

Sigurros, live í Boston

Stórgóðir tónleikar, sem hægter að hlaða beint heim í betri stofuna, og í anda þess sem koma skal í laugardalnum í Nóv.

Bateman, hafði ekki tíma til að kommenta á landafund sinn, en hann þeysir nú um vefinn á kústskaftinu, og má engan tíma missa.



Ef þetta er ekki myndræn skilgreining á einbeitingu þá má brenna allar orðabækur.

Tuesday, November 01, 2005

SATISFACTION

Nú er lokið einu skemmtilegasta Seattle rokk session-i sem maður hefur komist í tær-i við.

Þetta byrjaði allt á Sigurrosartónleikum,
sem komust næst því að vera tær gleði, síðan komu hverjir snilldartónleikarnir á
fætur öðrum, hmm (hvaða tær og fætur eru þetta...).

Sigurros spilaði í óperuhúsinu, Paramount theater
sem hentaði þeim sérdeilis prýðilega. Þeir voru einnig með sitt eigið hljóðkerfi, þannig að upphitunarbandið hljómaði eins og safapressan okkar Óla.

Seinna þá vikuna voru Frans Ferdinand sóttir heim á þennan sama stað. Þeir voru kátir, og maður fór því kátur af þeim tónleikum.


Til að finna sér eitthvað annað að gera en læra um tensora og aðra vitleysu í þrívíðum fræðum, þá var farið á David Grey tónleika í Key Arena. Þeir komu gömlum manni til að hugsa friðsamlega það sem eftir lifði kvölds.

Þann 26.okt var síðan komið að Foo Fighters og Weezer að leiða saman þá kappa Dave Grohl og weezer söngvarann, hmm,hmm. Þarna var einnig um smá typpakeppni að ræða, þar sem Weezer þurftu að spila með titraravörn á hljóðkerfinu. Söngvari Weezer var nördalegur að vanda, en komst vel frá sínu. Foo Fighters, sem byrjuðu einmitt feril sinn hér í Seattle tóku svo við keflinu og skiluðu því langt ofan í kok á áhorfendum. Algjör snilld.




Rokksenan fékk smá hlé meðan Halloween var gert skil, að bandarískum sið. Hér taka menn grímubúninga sína alvarlega og leggja metnað í. Við urðum ekki eftirlegukindur frekar en fyrri daginn, þótt Tumi hafi nú verið nokkuð kindarlegur.



söngvari úr Roxette, sæng og koddi, glysrokk, og indiana jones

Þann 30. okt var síðan komið að því að heiðra eldriborgara. 20,000 manns saman komin í Key Arena til að bera augum Rolling Stones. til að kynda upp í húsinu voru fengnir Motley Crue. Tumi varpaði þeirri spurningu spekingslega fram, hvort þetta væri ekki eina semi-fræga rokksveitin þar sem eini þekkti meðlimurinn er trommuleikarinn, eða Tommy (pamelu) Lee. Óli var á öðru máli og þuldi upp nafn söngvarans og fjölskyldu, langt aftur í miðaldir.... Ég ber við hlutleysi.


Fyrir utan tónleikana voru veðbankar að meta það hvort einhver af rokklingunum myndi enda á bakinu með hjartabilun, en hræðsluáróður bandaríkjanna nær lengra en til hryðjuverka.

Eftir upphitun þeirra Tommy Lee og félaga, var eldri borgurum rúllað inn í salinn. Það er fáum blöðum flétt til að komast að þeirri niðurstöðu að rokklingarnir eru enn bæði vel girtir og tenntir. Að endingu höfðu þeir náð að koma fleira fólki upp úr hjólastólunum en sjálfur Benny Hinn.

En Þrátt fyrir allar hrakspár stóðu þessir tónleikar uppi sem mesti gleðigjafi rokksenunnar 2005 í Seattle.

Videóvélin var tekin með og eftir að stelpuskrækirnir í okkur hafa verið klipptir út, munu þau birtast á þessari síðu.


Dragið því ekki á langinn að anda.